Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 22. apríl 2003 kl. 15:12

Nýr formaður tómstundabandalags

Jón Marinó Sigurðsson var kosinn nýr formaður Tómstundabandalags Reykjanesbæjar á aðalfundi þess sem fram fór þann 9. apríl sl. Aðrir í stjórn eru Grétar Gíslason gjaldkeri frá Tölvuleikjafélagi Íslands, Helgi Magnússon frá Pílukastfélagi Reykjanesbæjar og Páll Árnason meðstjórnandi og fráfarandi formaður frá Skákfélagi Reykjanesbæjar.Aðildarfélög TRB hafa tekið þátt í mörgum uppákomum í Reykjanesbæ á árinu og má þar nefna 17. hátíðarhöld og Ljósanótt og munu aðildafélögin taka þátt í Frístundahelgi í Reykjanesbæ dagana 25. - 27. apríl n.k. Aðildafélög í Tómstundabandalaginu eru nú 15 talsins með u.þ.b. 700 félagsmenn. Formaður TRB situr fundi menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar með tillögurétt og málfrelsi líkt og formaður Íþróttabandalags Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024