Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr diskur á leiðinni hjá Leoncie
Sunnudagur 3. apríl 2005 kl. 18:20

Nýr diskur á leiðinni hjá Leoncie

Söngstjarnan Leoncie er um þessar mundir að leggja lokahönd á nýjasta geisladisk sinn sem mun kallast Satan City.

Í samtali við Víkurfréttir sagði hún að líklegt væri að diskurinn kæmi út í maí eða júní, en hún mun einnig gefa út myndbönd til að fylgja disknum eftir. Lögin á disknum segir Leoncie að fjalli um allt milli himins og jarðar. Til dæmis ást, hatur, öfundsýki, ofsóknir, lauslæti og ferðalög. Lögin eru sungin á þremur tungumálum, ensku, íslensku og hindi.

Leoncie hefur þegar tekið upp 11 lög og gerir ráð fyrir að lögin verði um 14 til 16 í lokaútgáfunni. „Satan City verður frábær diskur,“ segir listakonan. „Ég er líka með frábæran tæknimann sem er ekki alltaf að svara í símann eða trufla mig með amatöralögum.“

Leoncie hefur verið með húsið sitt í Sandgerði á sölu í nokkurn tíma en segist nú vera búin að taka húsið af sölunum. Hana langi þó enn að flytja, helst til Keflavíkur því þar sé henni alltaf vel tekið.

Löggæslan er ekki til mikillar fyrimyndar í Sandgerði að mati Leoncie sem segir að þurfi sárlega lögreglustöð. „Það er eins og lögreglan hafi hlaupið út úr Sandgerði fyrir löngu síðan og það er eins og að draga tönn úr lifandi fíl að fá þá til að koma hingað.“

Heimasíða Leoncie

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024