Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Þriðjudagur 10. júlí 2001 kl. 10:26

Nýr byggingafulltrúi í Grindavík

Þann 1.júlí s.l. tók Oddur Thorarensen tæknifræðingur við starfi byggingafulltrúa í Grindavík. Oddur hefur víðtæka reynslu af verktakastarfsemi og skipulagningu framkvæmda og hefur starfið leitt hann víða um heiminn, því hann hefur unnið að verkefnum á Bermuda eyjum, Ísrael, Rússlandi, Bangladesh, Beirút og nú síðast í Noregi. Þess vegna hefur Oddur að mestu búið erlendis undanfarin 10 ár. 
Að sögn Odds er nóg um verkefni í verktakabransanum sem hefur verið hans vinnuumhverfi undanfarin ár, en því fylgir talsvert flakk og nú telur hann tíma kominn til að festa rætur. „Fjölskyldan hefur stækkað og við leggjum áherslu á að börnin fái að alast upp í stöðugu og góðu umhverfi. Það á stóran þátt í ákvörðun okkar að flytja til Grindavíkur. Konan mín er frá Líbanon og er sú nálægð sem við getum búið við hér einnig mjög æskileg þess vegna. Starfið er spennandi því þó ég hafi nokkuð fjölbreytta reynslu, hef ég ekki verið í þessu hlutverki áður. Grindavík er í vexti svo ég reikna með að það verði nóg að gera.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024