Nýr björgunarbátur til Reykjanesbæjar
Björgunarsveitin Suðurnes fékk fyrir helgina afhentan nýjan björgunarbát. Báturinn, harðborna slöngubátur upp á 6,5 metra að lengd, er keyptur notaður frá konunglega breska björgunarvélaginu, RNLI. Báturinn hefur reynst breska félaginu vel en báturinn er sérstaklega hannaður til björgunaraðgerða við erfiðar aðstæður.
Björgunarbáturinn verður búinn tveimur vélum og verður því mjög öruggur við björgunaraðgerðir. Hann leysir af hólmi mun minni bát. Báturinn er keyptur án véla en þegar hann hefur verið standsettur verður kostnaður við hann kominn hátt í þrjár milljónir króna, að sögn Gunnars Stefánssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Báturinn er fjármagnaður með tekjum af flugeldasölu og með styrkjum velunnara sveitarinnar.
Það eru Eimskip sem standa straum af kostnaði við flutning á björgunarbátnum til Reykjanesbæjar. Eimskip keyptu á síðasta ári Skipaafgreiðslu Suðurnesja og að sögn Jóns Norðfjörð framkvæmdastjóra er ætlunin hjá Eimskip að efla starfsemi sína á Suðurnesjum á þessu ári. Senn byrja Eimskip flutninga fyrir Varnarliðið og verður Helguvíkurhöfn viðkomustaður skipa félagsins. Þá er Björgunarsveitin Suðurnes 10 ára á árinu og því var ákveðið að flytja björgunarbátinn frá Bretlandi án endurgjalds.
Björgunarbáturinn verður búinn tveimur vélum og verður því mjög öruggur við björgunaraðgerðir. Hann leysir af hólmi mun minni bát. Báturinn er keyptur án véla en þegar hann hefur verið standsettur verður kostnaður við hann kominn hátt í þrjár milljónir króna, að sögn Gunnars Stefánssonar, formanns Björgunarsveitarinnar Suðurnes. Báturinn er fjármagnaður með tekjum af flugeldasölu og með styrkjum velunnara sveitarinnar.
Það eru Eimskip sem standa straum af kostnaði við flutning á björgunarbátnum til Reykjanesbæjar. Eimskip keyptu á síðasta ári Skipaafgreiðslu Suðurnesja og að sögn Jóns Norðfjörð framkvæmdastjóra er ætlunin hjá Eimskip að efla starfsemi sína á Suðurnesjum á þessu ári. Senn byrja Eimskip flutninga fyrir Varnarliðið og verður Helguvíkurhöfn viðkomustaður skipa félagsins. Þá er Björgunarsveitin Suðurnes 10 ára á árinu og því var ákveðið að flytja björgunarbátinn frá Bretlandi án endurgjalds.