NÝR BÍLASALI Í GRÓFINA
Nýr rekstraraðili, Magnús Jóhannesson, hefur tekið við rekstri BG-bílasölunnar í Grófinni og nefnist hún nú Bílasalan Grófinni og var opnuð föstudaginn 16. júlí síðastliðinn. „Ég hef fylgst með bílasölugeiranum undanfarin ár og tel rétta tímann vera kominn til að leggja fjármagn og tíma í hann. Bílasalan Grófinni er með umboð fyrir gæðabifreiðarnar Musso, Korando, Porche, Alfa Romeo, Ferrari,Chrysler, Dodge, Jeep, Peugeot, Fiat, Suzuki, Iveco, Kia og Daewoo auk þess sem við bjóðum upp á sölu notaðra bifreiða. Ég neita því ekki að ég er spenntur fyrir verkefninu og hlakka til að takast á við samkeppnisaðilana hér á Suðurnesjum.Fyrstu viðskiptavinir Bílasölunnar Grófinni voru leystir út með blómum. Þeir voru Erla Fanney Sigurbergsdóttir, sem eignaðist rauðan Chrysler Stratus og Kolbrún Björgvinsdóttir sem keypti sér gráan Peugeot 206 og eru hér í félagsskap Magnúsar Jóhannessonar, eiganda bílasölunnar.