Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Fréttir

Nýr bæjarstjóri ráðinn í næstu viku
Nýr meirihluti í Reykjanesbæ.
Fimmtudagur 24. júlí 2014 kl. 09:24

Nýr bæjarstjóri ráðinn í næstu viku

- Meirihlutinn sáttur með þátttöku heimamanna

Guðbrandur Einarsson oddviti Beinnar leiðar segist vera ánægður með það hve margir heimamenn hafi sótt um stöðu bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Hann segir að gengið verði í það að taka viðtöl við umsækjendur hratt og örugglega en hann býst við að búið verði að taka ákvörðun í næstu viku. Hagvangur mun stjórna viðtölum en oddvitar þeirra þriggja flokka sem eru í meirihluta í Reykjanesbæ, geta lagt spurningar fyrir umsækjendur á meðan viðtölum stendur.

Guðbrandur nefndi í viðtali við Víkurfréttir skömmu eftir kosningar að hann vildi sjá sem flestar konur sækja um og einnig heimafólk. Hann segist ánægður með þann fjölda kvenna og heimamanna sem sækjast eftir stöðunni. „Það þýðir þó ekki að við séum að fara að ráða konu sem er heimamanneskja. Hæfasti einstaklingurinn hvað varðar þær kröfur sem við gerum verður ráðinn í starfið. Þetta er vandmeðfarið og verður erfið ákvörðun,“ segir Guðbrandur. „Það kemur skemmtilega á óvart hve hátt heimamenn skora í hæfnismati hjá Hagvangi en margir þeirra voru ofarlega á blaði hjá þeim. Það er fyrst og fremst ánægjulegt að sjá að heimamenn sýni þessu áhuga og vilji taka að sér þetta verkefni.“
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024