Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Nýr bæjarstjóri í Garði: Trúi því að hér sé gott að starfa
Föstudagur 10. ágúst 2012 kl. 12:06

Nýr bæjarstjóri í Garði: Trúi því að hér sé gott að starfa

Magnús Stefánsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra var ráðinn bæjarstjóri í Garði fyrir rétt rúmum mánuði. Magnús var ráðinn til starfa eftir að meirihlutinn í Garði sagði upp ráðningarsamningi við Ásmund Friðriksson fyrrum bæjarstjóra. Ferill Magnúsar er glæstur en hann hóf ferill sinn í stjórnmálum sem bæjarritari í Ólafsvík og sveitarstjóri í Grundarfirði áður en hann tók sæti á Alþingi árið 1995. Magnús var félagsmálaráðherra 2006-2007 og lét af þingmennsku vorið 2009. 

Magnús var einnig framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi frá 1999-2001.  Síðustu þrjú ár hefur Magnús unnið að ýmsum ráðgjafar- og rekstrarverkefnum m.a. Frá árinu 2010 hefur Magnús setið í fjölmörgum nefndum sem þingmaður m.a. í samgöngunefnd, landbúnaðarnefnd, félagsmálanefnd, utanríkisnefnd, heilbrigðis- og trygginganefnd, umhverfisnefnd, fjárlaganefnd og einnig sem formaður fjárlaganefndar, kjörbréfanefnd, efnahags- og skattanefnd, sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Víkurfréttir tóku hús á Magnúsi nú fyrir skömmu og spurðu hann hvernig hann kynni við sig í nýja starfinu en Magnús hefur nú verið við störf í tæpan mánuð sem bæjarstjóri. Hann segir það ágætt að taka við svona starfi þegar það er rólegt yfir enda þurfi hann að koma sér inn í ýmis mál.

Magnús segist kunna vel við sig en hann segir blaðamanni frá því að hann hafi einungis þekkt tvær manneskjur í Garðinum áður en hann kom hingað til starfa. „Svo kannast maður strax við fleiri þegar maður kemur í bæinn,“ segir hann léttur í bragði.

Hvernig er að koma inn í málin hérna í Garðinum sem oft á tíðum hafa verið ansi eldfim og umdeild, er þetta eitthvað sem hræðir þig eða hlakkar þig til að takast á við verkefnin?
„Þetta hræðir mig ekki neitt. Þennan tíma sem ég hef verið hér hef ég ekki orðið var við neitt óvenjulegt. Ég trúi því að hér sé gott að starfa. Ég veit að hér hefur verið mikið starf í gangi við það að koma hlutunum í gott stand og ég mun að sjálfsögðu leggja mig fram við það líka, myndirnar eru að skýrast og ég hlakka bara til að takast á við þessi verkefni.“ segir magnús en nánara viðtal við Magnús kemur í blaði Víkurfrétta næsta fimmtudag.