Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýr Avensis til sýnis hjá Toyota
Mánudagur 28. apríl 2003 kl. 10:01

Nýr Avensis til sýnis hjá Toyota

Nýr Toyota Avensis var frumsýndur um helgina í sýningarsal Toyota að Njarðvíkurbraut 19. Mikill fjöldi fólks lagði leið sína í Toyotasalinn til að skoða nýjan Avensis en bíllinn er afar glæsilegur, búinn nýjasta búnaði og hátækni frá Toyota. Regnskynjarar, sjálfvirk loftkæling, HID aðalljós er meðal fjölmargra nýjunga. Margir fengu að reynsluaka bílnum og var það mál manna að aksturseiginleikar bílsins væru frábærir.Nýr Avensis (nánar um bílinn):

Nýr Avensis á uppruna sinn að rekja til hönnunardeildar Toyota í Evrópu, sem staðsett er í Suður Frakklandi og er framleiddur samkvæmt alþjóðlegum gæðastöðlum Toyota um áreiðanleika og endingu.
Í Avensis skynjar þú gæðin í sterkum persónuleika og svífandi og kraftmikilli hönnun. Þú upplifir framúrskarandi afköst VVT-i bensínvélarinnar og D-4D dísilvélarinnar. Innri hönnun bílsins einkennist af miklu rými, þægindum fyrir ökumann og farþega og fallegum sætisáklæðum.
En það sem mikilvægast er af öllu, vegna þess að Avensis er jú frá Toyota, er að þú getur treyst á hámarksgæði er varða öryggi og áreiðanleika.
Upplýsingar um bílinn af heimasíðu Toyota á Íslandi!
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024