Nýr aðstoðarskólastjóri Gerðaskóla

Guðjón Árni Antoníusson hefur verið ráðinn sem aðstoðarskólastjóri Gerðaskóla frá 1. ágúst 2018. „Guðjón Árni er leiðtogi mikill og hefur starfað við kennslu og knattspyrnuþjálfun síðustu ár,“ segir á heimasíðu Gerðaskóla. 
 
Nýtt stjórnendateymi er að taka við Gerðaskóla því fyrr í vetur var Eva Björk Sveinsdóttir ráðin skólastjóri Gerðaskóla í Garð. Samþykkt var á bæjarstjórnarfundi þann 7. mars sl. að bjóða Evu Björk stöðuna en alls sex umsækjendur sóttu um stöðuna.