Nýr 22 milljóna kr. slökkvibíll í Sandgerði
Slökkvilið Sandgerðis fékk afhentan nýjan slökkvibíl um helgina. Bíllinn er nýr og kostar 22 milljónir króna.Bifreiðin er af gerðinni MAN ROSENBAUER og er aldrifsbíll með 360 hestafla vél og búinn öllum helsta slökkvibúnaði. Í bílnum er 3000 lítra tankur og hann flytur sex slökkviliðsmenn.
Tilkoma bílsins er bylting fyrir slökkvilið Sandgerðis sem hingað til hefur treyst á mjög gamlan bílakost.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fær samskonar bíl afhentan á næsta ári.
Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.
Tilkoma bílsins er bylting fyrir slökkvilið Sandgerðis sem hingað til hefur treyst á mjög gamlan bílakost.
Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja fær samskonar bíl afhentan á næsta ári.
Nánar í Víkurfréttum á fimmtudaginn.