Nýr 150 hestafla mótorfákur til lögreglunnar
Ríkislögreglustjóri afhenti nýtt og glæsilegt bifhjól til lögreglustjórans á Suðurnesjum í dag. Bifhjólið er hið glæsilegasta, af gerðinni Yamaha FRJ 1300 og mjög vel tækjum búið. Þetta vel útbúna bifhjól á án efa eftir að nýtast vel í þeim verkefnum sem lögreglan á Suðurnesjum kemur að.
Nýju bifhjólin eru af gerðinni Yamaha FJR-1300, þau vega um 290 kg og eru 150 hestöfl. Meðal annars er nýja bifhjólið búið tækjum til radarmælinga auk upptökubúnaðar. Það er með ABS-hemlakerfi, stöðugleikabúnaði og nýjum forgangsbúnaði. Það ætti því að nýtast betur í baráttunni gegn hraðakstri, ekki síst bifhjólamanna.