Nýjustu tíðindi og mannlífið í Víkurfréttum vikunnar
– rafrænt og á prenti
Starfsemi Landhelgisgæslunnar á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli hefur mikil efnahagsleg áhrif á Suðurnesjum. Þannig er Landhelgisgæslan eða aðilar henni tengdir að leigja 50–100 hótelherbergi alla daga árins, bílaleigubíla í hundruðavís og kaupa mat og aðra þjónustu. Fjallað er um þetta í Víkurfréttum sem koma út á miðvikudagsmorgun.
Í blaðinu segjum við einnig frá pólskri menningarhátíð sem a að halda með breyttu sniði í Reykjanesbæ. Knattspyrnuþjálfarar Keflavíkur í karlaboltanum eru í viðtali bæði í blaði og sjónvarpi. Þá segjum við frá körfuknattleik í Vogum og löggum á golfvelli.
Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ fékk myndarlegan stuðning hér suður með sjó og við segjum frá því í blaðinu þar sem rætt er við Önnu Valdísi Jónsdóttur, forstöðukonu, um starfið hjá Fjölskylduhjálp Íslands.
Silja Dögg segir frá starfinu í Norðurlandaráði og það er bæði jóla- og hrekkjavökubragur á blaðinu sem er líka troðfullt af nýjustu tíðindum af Suðurnesjum. Þá eru aflafréttir á sínum stað og lokaorðin eru í lengra lagi þessa vikuna og eiga eftir að vekja athygli, eins og oft áður.
Víkurfréttir liggja frammi á eftirtöldum dreifingarstöðum á Suðurnesjum: |
|
REYKJANESBÆRLandsbankinn, Krossmóa |
GRINDAVÍKNettó GARÐURKjörbúðin SANDGERÐIKjörbúðin VOGARVerslunin Vogum / N1 |