Nýjungar í Bláa lóninu
Bláa lónið mun bjóða upp á skemmtilegar breytingar í heilsulindinni í sumar og auka þar með þjónustu við gesti. Breytingarnar fela í sér töluverða stækkun og aukin þægindi fyrir gesti. Má þar nefna foss sem einnig virkar sem kröftugt nudd, tvö gufuböð og tvo heita potta. Aðstaða fyrir nudd mun stækka til muna eða um rúma 100 m2.Nuddaðstaðan mun einnig verða færð til svo að gestir geti notið nuddsins í kyrrlátara og þægilegra umhverfi.
Áætlað er að breytingunum verði lokið fyrir 1. júní svo óhætt er að fara að hlakka til að eyða deginum í enn glæsilegri heilsulind Bláa lónsins.
Áætlað er að breytingunum verði lokið fyrir 1. júní svo óhætt er að fara að hlakka til að eyða deginum í enn glæsilegri heilsulind Bláa lónsins.