Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjung í sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga
Þriðjudagur 11. júní 2013 kl. 18:34

Nýjung í sumarnámskeiðum fyrir börn og unglinga

 

Fæstir tengja sumarið við skólastarf. Þó er það alltaf að verða vinsælla að taka þátt í sumarnámi af ýmsu tagi. Til dæmis hefur Háskóli unga fólksins hefur slegið í gegn undanfarin ár og þar má sjá um 350 unglinga setjast á skólabekk sér til ánægju.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keilir – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Ásbrú, býður í júlí upp á tvenns konar sumarnámskeið fyrir börn og unglinga. Annarsvegar tækni- og vísindasmiðju og hinsvegar flugbúðir að erlendri fyrirmynd.

Það er mikilvægt að efla áhuga á raungreinanámi og skortur á tæknifræðimenntuðu fólki er staðreynd. Sem liður í þessu verkefni hefur Tæknifræðideild Keilis hefur í samstarfi við Vinnumálastofnun, ráðið til sín þrjá háskólanema í sumarstarf. Þeir hafa skipulagt spennandi viku, stútfulla af tilraunum, vettvangsferðum og skemmtilegum verkefnum sem tengjast meðal annars tæknifræði, verkfræði, efnafræði, eðlisfræði og líffræði. Markmiðið er að tengja þessar greinar saman og dýpka skilning á því hvernig öll þessi fög tengjast okkur öllum á hverjum degi. Nokkur námskeið verða í boði, annars vegar fyrir 13 – 15 ára unglinga og hins vegar fyrir börn 10 – 12 ára.

Flugakademía Keilis býður upp á Flugbúðir fyrir unglinga 13 ára og eldri. Starfandi flugkennari mun á fjórum dögum fara yfir allt það skemmtilegasta sem tengist flugi, flugmannanámi, flugumferðarstjórn og flugvirkjun. Góðir gestir koma í heimsókn og farið verður í vettvangsferðir á hverjum degi. Í lokin fá allir þátttakendur að fara í kynnisflug með flugkennara. Þetta námskeið býður upp á ótalmargt sem venjulegt fólk upplifir aldrei.

Sumarskóli Keilis er ásamt fleiri spennandi námskeiðum nýjung hjá Keili. Viskubrunnur Keilis býður einnig reglulega upp á kvöldnámskeið. Í næstu viku hefst byrjendanámskeið í Hagnýtri heimilissjálfvirkni í samstarfi við Fálkann, þar sem kennt verður að hanna og forrita sjálfvirkan stýribúnað fyrir heimili og heimilistæki.

Nánari upplýsingar og skráning á www.keilir.net/viskubrunnur

Á myndinni má sjá unga stúlku úr Ísaksskóla í heimsókn hjá Keili, þar sem hún fékk að prófa áhrif stöðurafmagns