Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjung á vf.is: Fasteignavefur
Miðvikudagur 23. mars 2005 kl. 17:45

Nýjung á vf.is: Fasteignavefur

Fólk í fasteignahugleiðingum á Suðurnesjum þarf nú ekki að leita langt yfir skammt því í dag var ný fasteignasíða tekin í gagnið á vf.is. hún sameinar á eina síðu fasteignir frá fasteignasölunum Ásbergi, Stuðlabergi og Eignamiðlun Suðurnesja.

Er um handhæga nýjung að ræða þar sem nú má finna flestar fasteignir, sem eru til sölu á Suðurnesjum, á einum stað. Það sem gerir þetta kleift er það að viðkomandi fasteignasölur nota sama vefumsjónarkerfi og Víkurfréttir, Conman frá fyrirtækinu Dacoda.

Finna má fasteignagluggann á forsíðu vf.is, neðan við mannlífsfréttir eða smella hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024