Nýjum Lexus ekið á Bláa lóninu!
Nýjum Lexus RX 300 jeppa var ekið á Bláa lóninu í kvöld þannig að hjólbarðar bifreiðarinnar rétt svo snertu vatnsflötinn þó svo vatnið væri um metri á dýpt. Þarna var verið að undirbúa blaðaauglýsingar fyrir nýja árgerð af Lexus-jeppanum og tæknibrellumeistarar og sjónhverfingamenn höfðu í nógu að snúast við að gera klárt fyrir myndatökuna. Það var Ragnar Axelsson, ljósmyndari Morgunblaðsins, sem annaðist myndatökuna fyrir bílaumboðið en bæði var ljósmyndað í gærkvöldi og einnig áttu myndatökur að fara fram við sólarupprás nú á þriðjudagsmorgni.Lexus-jeppinn verður frumsýndur á næstu dögum en þeir sem kaup sér þennan sex milljóna kr. jeppa eru hvattir til að reyna ekki það sem gert var í Bláa lóninu í kvöld. Þar var nefnilega ekki allt eins og sýnist!
Myndin: Lexus-jeppinn rétt snerti vatnsflötinn eftir að brellumeistarar og sjónhverfingamenn höfðu farið um hann höndum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Myndin: Lexus-jeppinn rétt snerti vatnsflötinn eftir að brellumeistarar og sjónhverfingamenn höfðu farið um hann höndum. VF-mynd: Hilmar Bragi