Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjasta spáin: Fer að lægja eftir hádegi, segir Veðurstofan
Sunnudagur 5. nóvember 2006 kl. 07:04

Nýjasta spáin: Fer að lægja eftir hádegi, segir Veðurstofan

Nýjasta spá Veðurstofunnar fyrir Faxaflóa gerir ráð fyrir suðvestan og síðan vestan 20-25 m/s með skúrum eða haglélum, en lægir mjög eftir hádegi. Suðvestan 5-10 og slydda með köflum í kvöld og á morgun. Hiti 1 til 6 stig.


Spá gerð kl. 06:39 í morgun.


Nýjasta spá Veðurstofunnar fyrir landið er eftirfarandi:

Veðurhorfur á landinu ásamt viðvörun !

Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Viðvörun: Búist er við suðvestan og vestan stormi á öllu landinu, allt að 50 m/s í hviðum. Spá: SV og V 18-28 m/s og skúrir eða haglél á vestanverðu landinu. V 15-23 um landið austanvert um hádegi Lægir mjög vestantil síðdegis og austantil í kvöld. Slydduél um norðan og vestanvert landið síðdegis. Kólnar og allvíða við frostmark norðan til síðdegis. Suðvestan 5-8 vestantil á morgun og slydda með köflum en hægviðri og skýjað með köflum og vægt frost austantil.


Spá gerð kl. 06:03 í morgun

Klukkan 6 í morgun var vindhraði 23 mtr. á sek. á Garðskagavita og 24 mtr. á Keflavíkurflugvelli.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024