Nýjar Víkurfréttir komnar á vefinn - Blað vikunnar má lesa hér
Blað Víkurfrétta í þessari viku er komið á vefinn. Meðal efnis er umfjöllun um reyk- og lyktarmengun frá kísilveri í Helguvík. Við tókum viðtal við Elinrós Eyjólfsdóttur myndlistarkonu sem vatt kvæði sínu í kross um fertugsaldurinn og fór í háskólanám í myndlist. Þá er viðtal við sundfólkið og parið Þröst Bjarnason og Írisi Ósk Hilmarsdóttur sem fara saman til Bandaríkjanna á skólastyrk á næstunni. Íþróttafélagið Nes fagnaði 25 ára afmæli sínu á dögunum og er fjallað um starfið og kíkt á boccia-æfingu. Fjörugur föstudagur var haldinn í Grindavík í síðustu viku og eru myndir síðan þá í blaðinu og af þakkargjörðarhátíð á Ásbrú. Þetta og margt fleira í Víkurfréttum.