Nýjar tölur úr Reykjanesbæ eftir nokkrar mínútur
Nýjar tölur frá talningarstað í Reykjanesbæ eru væntanlegar eftir nokkrar mínútur. Það munu ekki vera lokatölur og þarf að bíða þeirra í um hálfa klukkustund til viðbótar.Ekki náðu allir í tæka tíð á kjörstað í kvöld í Keflavík og varð starfsmaður kjörstjórnar að loka hurðinni á a.m.k. fjóra aðila sem komu nokkrum sekúndum of seint. Meðfylgjandi mynd var tekin þegar kjörstað var lokað.