NÝJAR SLÖKKVIBIFREIÐAR TIL SANDGERÐIS
Bæjarráð í Sandgerði, hefur lagt til við bæjarstjórn að hún staðfesti kaup á slökkvibíl sem keyptur verður á rekstrarleigusamningi á 12 árum. Bæjarstjóra var falið að undirbúa samning í samræmi við hugmyndir bæjarráðs, sem síðan var lagður fyrir bæjarstjórn. Bæjarstjórn hefur samþykkt kaup á nýjum slökkvibíl og falið bæjarráði að staðfesta pöntunina.