Nýjar sálmabækur -Siguróli 50 ára
Góður samstarfmaður og vinur, Siguróli Geirsson, organisti og kórstjóri við Grindavíkurkirkju, frá 1990 til desember 1998 varð fimmtíu ára þann 19. maí sl. Í tilefni af því keypti sóknarnefndin 25 nýjar sálmabækur fyrir kórfólk kirkjunnar og stofnaði jafnframt sálmabókasjóð til áframhaldandi kaupa á nýjustu útgáfu af sálmabók þjóðkirkjunnar. Í þessari útgáfu er lag eftir Siguróla við vers eftir Sigurbjörn Einarsson biskup, sálmur nr. 709 „Þú heyrir spurt“. Það var Siguróla og eiginkonu hans Vilborgu Sigurjónsdóttur, hugleikið að kirkjan eignaðist þessa nýju sálmabókarútgáfu og því bendum við þeim á sem hugsa til Siguróla á þessum tímamótum að hægt er að leggja upphæð til kaupa á sálmabókunum inn á sjóðsbók nr. 143-05-61824. Við byðjum Siguróla, eiginkonu hans og fjölskyldu þeirra Guðsblessunar í erfiðum veikindum hans. Sóknarnefnd og sóknarprestur Grindavíkurkirkju.