Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjar merkingar við brú milli heimsálfa
Brú milli heimsálfa. Ljósmynd: Heklan
Mánudagur 13. janúar 2014 kl. 11:19

Nýjar merkingar við brú milli heimsálfa

Á næstu vikum stendur til að setja upp nýjar merkingar við Brú milli heimsálfa en þær sem fyrir voru eru komnar til ára sinna. Nýju skiltin skarta nýjum skýringamyndum sem hannaðar eru af Guðmundi Bernhard, grafískum hönnuði. Skiltin sjálf eru samkvæmt skiltastaðli sem sveitarfélögin á Suðurnesjum hafa sameinast um við merkingar á áhugaverðum stöðum.

Reykjanes jarðvangur, Ferðamálasamtök Reykjaness og Reykjanesbær hafa unnið í sameingingu að verkefninu. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir verkefnið.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024