Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýjar íbúðir afhentar í Garði og íbúum fjölgar
Þriðjudagur 15. júlí 2003 kl. 16:50

Nýjar íbúðir afhentar í Garði og íbúum fjölgar

Í dag þriðjudaginn 15.júlí afhenda Búmenn 4 nýjar íbúðir við Kríuland í Garði. Íbúðirnar eru í parhúsum. Í febrúar á næsta ári munu Búmenn afhenda 6 íbúðir til viðbótar og verða þá íbúðirnar orðnar 20, sem Búmenn hafa byggt. Í gær var byrjað að taka á móti formlegum umsóknum í íbúðir aldraðra við hjúkrunarheimilið Garðvang. Verið er að byggja 10 íbúðir, sem teknar verða í notkun 1.nóv. nk. Sjö aðilar gengu frá umsókn í gær.Hagstofan hefur nú gefið út tölur um aðflutta og brottflutta í sveitarfélögum. Tímabilið sem um er að ræða er frá apríl til júní. Á þessu tímabili flytja brott úr Garðinum 23 en til Garðsins flytja 61. Aðfluttir umfram brottflutta eru því 38. Hér er um mjög jákvæða þróun að ræða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024