Nýjar íbúðir afhentar í Garði og íbúum fjölgar
Í dag þriðjudaginn 15.júlí afhenda Búmenn 4 nýjar íbúðir við Kríuland í Garði. Íbúðirnar eru í parhúsum. Í febrúar á næsta ári munu Búmenn afhenda 6 íbúðir til viðbótar og verða þá íbúðirnar orðnar 20, sem Búmenn hafa byggt. Í gær var byrjað að taka á móti formlegum umsóknum í íbúðir aldraðra við hjúkrunarheimilið Garðvang. Verið er að byggja 10 íbúðir, sem teknar verða í notkun 1.nóv. nk. Sjö aðilar gengu frá umsókn í gær.Hagstofan hefur nú gefið út tölur um aðflutta og brottflutta í sveitarfélögum. Tímabilið sem um er að ræða er frá apríl til júní. Á þessu tímabili flytja brott úr Garðinum 23 en til Garðsins flytja 61. Aðfluttir umfram brottflutta eru því 38. Hér er um mjög jákvæða þróun að ræða.