Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýja Kanaútvarpið hjóðeinangrað með munum úr gamla Kanaútvarpinu
Þriðjudagur 4. ágúst 2009 kl. 18:06

Nýja Kanaútvarpið hjóðeinangrað með munum úr gamla Kanaútvarpinu

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nú er unnið að því að innrétta hljóðver nýja Kanaútvarpsins en KANINN FM fer í loftið þann 1. september nk. Það er athafnaskáldið Einar Bárðarson sem er aðal sprautan í Kanaútvarpinu en hann hefur fengið til liðs við sig landslið útvarpsfólks og þar á meðal fjölmargar þekktar raddir til að standa á bakvið hljóðnemana.

Hljóðver Kanans FM verða í Offanum á Ásbrú ekki langt frá þeim slóðum þar sem Kanaútvarpið var um áratugi. Kaninn hætti útsendingum þann 1. júní 2006 og flutti megnið af tækjabúnaði sínum til Persaflóans.

Nú er hins vegar verið að innrétta hljóver með nýjasta tölvubúnaði á markaðnum. Andinn í hljóðveri Kanans FM verður hins vegar amerískur. Hljóðverið verður þakið myndefni sem hæfir stemmningunni og á veggjum eru einnig hljóðdempandi svampar sem eru fengnir úr gömlu hljóðveri gamla Kanaútvarpsins.

Halldór Jón Jóhannesson, tæknitröll nýja Kanaútvarpsins, var í dag að líma svampinn á veggi hjóðversins og ekki laust við að það talaða mál sem fram fór inni í hljóðverinu yrði silkimjúkt.

Kaninn FM hefur útsendingar 1. September eins og áður segir en tilraunaútsendingar hefjast um miðjan ágúst. Útsendingartíðni hefur ekki ennþá verið gefin út en Kanaútvarpið, hið gamla, sendi m.a. út á FM 104,1 en fyrstu áratugina var Kaninn sendur út á miðbylgju.

Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson