Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • „Nýja aðstaðan er algjör bylting fyrir okkur“
    Starfsemi í nýja húsinu er byrjuð og þar var verið að pakka fyrir Icelandair þegar ljósmyndari blaðsins smellti af þessum myndum.
  • „Nýja aðstaðan er algjör bylting fyrir okkur“
    Frá undirritun samninga milli Reykjanesbæjar og Þrónunarfélags Keflavíkurflugvallar.
Föstudagur 22. maí 2015 kl. 10:24

„Nýja aðstaðan er algjör bylting fyrir okkur“

– Hæfingarstöðin flutt á Ásbrú

Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ hefur flutt í nýtt og rúmgott húsnæði við Keilisbraut á Ásbrú. Skrifað var undir samninga um langtímaleigu á húsinu milli Reykjanesbæjar og Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar í vetur og í byrjun síðustu viku flutti starfsemin í húsið. Alls eru það 29 notendur sem sækja Hæfingarstöðina að jafnaði.

Markmið Hæfingarstöðvarinnar er að veita þjónustu sem miðast við einstaklingsþarfir. Að auka færni og efla sjálfstæði þeirra sem sækja þjónustuna til að takast á við verkefni innan og utan heimilis. Bæði í vinnubrögðum og ábyrgð í starfi ásamt því að styrkja sjálfshjálpargetu og sjálfsímynd þeirra. Við stuðlum að vellíðan og ánægju í starfi.

Þjónustunotendur vinna bæði verkefni frá utanaðkomandi aðilum ásamt því að þróa eigin framleiðslu. Hæfingarstöðin vinnur verkefni frá utanaðkomandi aðilum. Þau verkefni eru m.a. pökkun á tímaritum, setja reikninga í umslög, tæta niður blöð til eyðingar og flokka vörur í poka.
„Nýja aðstaðan er algjör bylting fyrir okkur. Þetta húsnæði er stórt og rúmgott. Í nýja húsinu fáum við fleiri einstaklings- og þjálfunarherbergi sem býður upp á fleiri möguleika í starfi,“ segir Fanney St. Sigurðardóttir forstöðuþroskaþjálfi.

Hæfingarstöðin í Reykjanesbæ þurfti að flytja úr fyrra húsnæði vegna vandamála sem þar komu upp og þurfti að vera í bráðabirgðahúsnæði um tíma.

„Við erum byrjuð á fullu núna aftur að vinna sem dæmi má nefna að við erum nýbúin að fá verkefni frá Icelandair við pökkun,“ sagði Fanney að endingu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024