Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýja 2009-útlitið?
Miðvikudagur 24. júní 2009 kl. 10:11

Nýja 2009-útlitið?

Þeir voru flestir sammála um það flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli að flugvél Air Slovakia sem hafði viðkomu á vellinum í gær væri ein sú ljótasta sem lent hefur í Keflavík til fjölda ára.

Þarna var á ferðinni Boeing-þota sem bar það með sér að hafa ekki fengið viðhald á útliti til margra ára. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum eru merkingar snjáðar og skrokkurinn allur blettaður. Kannski er þetta bara nýja 2009-útlitið og á að vera til marks um ódýr fargjöld.

Sannleikurinn er hins vegar sá að flugvélin var á leið frá Evrópu til Bandaríkjanna þar sem hún er að fara í “klössun” eins og það er kallað. Það fylgir hins vegar ekki sögunni hvort vélin hafi fundist í flugvélakirkjugarði en af útlitinu að dæma hefði vélin einnig getað verið á leiðinni í einn slíkan kirkjugarð.



Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024