Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýir stjórnendur hjá Sveitarfélaginu Vogum
Mánudagur 28. janúar 2019 kl. 09:04

Nýir stjórnendur hjá Sveitarfélaginu Vogum

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga ákvað síðla hausts 2018 að ráðast í skipulagsbreytingar í stjórnsýslunni. Störf frístunda- og menningarfulltrúa, tómstundafulltrúa og vakstjóra í íþróttamiðstöð voru aflögð sem slík, en þess í stað sett á stofn störf menningarfulltrúa, íþrótta- og tómstundafulltrúa og forstöðumanns íþróttamannvirkja.
 
Menningarfulltrúi er Daníel Arason, en auk umsjónar með menningarmálum mun hann einnig hafa umsjón með félagsstarfi eldri borgara ásamt því að sinna málefnum ferðaþjónustunnar. 
 
Íþrótta- og tómstundafulltrúi er Matthías Freyr Matthíasson. Hann mun veita félagsmiðstöð unglinga (Borunni) forstöðu, auk þess að hafa almenna umsjón með íþrótta- og æskulýðsmálum og vera tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök á þeim vettvangi. 
 
Héðinn Ólafsson er forstöðumaður íþróttamannvirkja. Hann hefur umsjón með og ber ábyrgð á daglegri starfsemi íþróttamannvirkja sveitarfélagsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024