Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýir eigendur að Stapafelli
Miðvikudagur 17. nóvember 2004 kl. 16:09

Nýir eigendur að Stapafelli

Verslunin Stapafell á Hafnargötunni hefur skipt um eigendur en feðgarnir Garðar Oddgeirsson og Oddgeir Garðarson hafa keypt verslunina. Á næsta ári fagnar Stapafell 50 ára afmæli og telst því með elstu verslunum á landinu. Á morgun afhenda Guðrún Hákonardóttir og Hafdís Jóhannsdóttir nýjum eigendum lyklana að versluninni.

Hákon Kristinsson og Matthías Helgason stofnuðu verslunina árið 1955 og hefur verslunin haldist innan fjölskyldunnar frá upphafi.

Garðar Oddgeirsson segir að þeir feðgar telji verslunina vænlegan kost. „Stapafell bætist í hóp þriggja verslana sem við erum með og rekstur verslunarinnar fellur vel að þeim rekstri sem við erum nú þegar með," segir Garðar og þegar hann er spurður hvort miklar breytingar verði á rekstrinum svarar hann. „Það eru alltaf einhverjar breytingar með nýjum mönnum, en ég tel að þær verði nú ekki miklar," sagði Garðar í samtali við Víkurfréttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024