Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Nýir bæjarfulltrúar VG í Grindavík styðja meirihlutann
Mánudagur 8. júní 2009 kl. 15:35

Nýir bæjarfulltrúar VG í Grindavík styðja meirihlutann

Bæjarfulltrúarnir Björn Haraldsson og Garðar Páll Vignisson úr Grindavík eru gengnir til liðs við Vinstrihreyfinguna - grænt framboð (VG). Þar með verður umtalsverð breyting í pólitíkinni innan bæjarstjórnar Grindavíkur. Garðar Páll var áður annar bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar og Björn var í röðum Frjálslyndra. Við það að að Garðar yfirgefur Samfylkinguna mætti segja að meirihlutinn í Grindavík sé fallinn. Nýir bæjarfulltrúar VG ætla hins vegar að styðja sitjandi meirihluta og því stendur meirihlutinn traustari fótum í dag þar sem fjölgar í meirihlutanum um einn bæjarfulltrúa.

Í tilkynningu frá þeim Birni og Garðari Páli segir:  „Það er okkar trú að framtíð ýmissa aðkallandi verkefna séu best tryggð með aðkomu VG. Hér er meðal annars verið að vísa til atvinnuuppbyggingar og að möstrin í nágrenni bæjarins fari burt en þau eru leifar frá veru hersins á Íslandi. Menntaskólinn í Grindavík verði að veruleika og lönd í eigu ríkisins í lögsögu Grindavíkur verði í eigu Grindavíkurbæjar“.



Myndin: Garðar Páll Vignisson og Björn Haraldsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024