Nýársbarnið myndarleg stúlka
Nýársbarnið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fæddist að morgni 3. janúar, en þá fæddist þeim Rósmarý Dröfn Sólmundardóttur og Björgólfi Jónssyni gullfalleg dóttir.
Litla daman var 50 sm á lengd og 15 merkur á þyngd og var afar vær fyrsta daginn og svaf vel þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði. Hún er þriðja barn þeirra Rósmarý og Björgólfs, en fyrir eiga þau synina Jón og Sólmund Aron.
Fjölskyldan er búsett á Stöðvarfirði, en bjó áður hér suðu frá og er Rósmarý fædd og uppalin. Einnig eru synir þeirra fæddir á HSS. Ástæða þess að þau komu hingað til að eiga er sú að ekki var opin skurðstofa fyrir austan. „Þegar það var ljóst ákváðum við að eiga hér því við vitum af eigin reynslu hvað er gott að vera hér á deildinni," sögðu þau.
Litla daman var 50 sm á lengd og 15 merkur á þyngd og var afar vær fyrsta daginn og svaf vel þegar ljósmyndara Víkurfrétta bar að garði. Hún er þriðja barn þeirra Rósmarý og Björgólfs, en fyrir eiga þau synina Jón og Sólmund Aron.
Fjölskyldan er búsett á Stöðvarfirði, en bjó áður hér suðu frá og er Rósmarý fædd og uppalin. Einnig eru synir þeirra fæddir á HSS. Ástæða þess að þau komu hingað til að eiga er sú að ekki var opin skurðstofa fyrir austan. „Þegar það var ljóst ákváðum við að eiga hér því við vitum af eigin reynslu hvað er gott að vera hér á deildinni," sögðu þau.