Ný Visit Grindavík vefsíða í loftið
Vefsíðan Visit Grindavík fékk á dögunum létta andlitslyftingu en við hönnun á síðunni var sérstaklega tekið mið af þörfum þeirra sem nota síðuna í símum og öðrum snjalltækjum. Síðan er einföld og þægileg í notkun og útlit hennar stílhreint.
Visit Grindavík er mikið notuð af þeim fjölmörgu gestum sem sækja Grindavík heim, bæði erlendum og innlendum. Hún er beintengd við gagnagrunn Markaðsstofu Reykjanes.
Hér er hægt að fara og skoða síðuna.