Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný verslunarmiðstöð: Nafnatillögur skipta hundruðum
Þriðjudagur 31. mars 2009 kl. 11:24

Ný verslunarmiðstöð: Nafnatillögur skipta hundruðum



Tillögur að nafni á nýjan verslunarkjarna við Samkaup í Njarðvík skipta hundruðum en í gangi er hugmyndasamkeppni þar sem í boði eru 100.000 krónur fyrir besta nafnið á verslunarmiðstöðina. Þar eru nú þegar auk stórmarkaðar Samkaupa, apótek, vínbúð og veitingahús. Samkaup mun fljótlega breytast í Nettó og þá eru fleiri fyrirtæki á leiðinni með rekstur í húsið.

Hugmyndir að nöfnum á að senda til Víkurfrétta fyrir 1. apríl nk., eða fyrir miðnætti í kvöld. Hugmyndirnar má senda sem tölvupóst á [email protected], merkt sem „hugmyndasamkeppni“. Einnig má senda hugmynd að nafni í pósti, merkt: Víkurfréttir, Grundarvegi 23, 260 Reykjanesbæ og verður pósturinn að hafa borist fyrir 1. apríl nk. Munið að taka fram nafn, kennitölu og símanúmer þess sem á tillöguna að nafninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024