Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Ný verslun Á.T.V.R. formlega opnuð
Fimmtudagur 16. desember 2004 kl. 12:09

Ný verslun Á.T.V.R. formlega opnuð

Það er ekki oft sem að boðið er upp á veitingar í fljótandi formi hjá Á.T.V.R. versluninni í Reykjanesbæ en tilefni var til þess í dag þegar nýja verslunin var formlega opnuð á Hafnargötunni. Verslunin flutti frá Hólmgarði niður á Hafnargötu 51-55. Í fréttatilkynningu frá Eyjólfi Eysteinssyni, verslunarstjóra Á.T.V.R. í Reykjanesbæ, kemur fram að vöruúrvalið verður það sama og var í Hólmgarði eða um 500 tegundir. Einnig kemur fram í tilkynningunni að það sé í takt við tímann að þjónustufyrirtæki sé staðsett við helstu verslunargötu bæjarins.

„Margar ástæður voru til þess að verslunin var færð á Hafnargötuna. Húsnæðið í Hólmgarði var ekki beinlínis aðlaðandi, gluggalaust og kuldalegt. Einnig þurfti að breyta innréttingum í samræmi við það sem gerist í öðrum vínbúðum.“

Fram kemur í tilkynningunni að bæði starfsmenn og flestir viðskiptamenn Vínbúðarinnar hafi nú þegar góða reynslu af því að starfa og versla á nýjum stað eftir flutninginn 6. desember.

„Til gamans má geta þess að s.l. föstudag, sem að öllu jöfnu eru annasömustu dagarnir, komu í verslunina 1.047 viðskiptavinir og allt gekk snurðulaust fyrir sig. Þetta þýðir að það tók aðeins að meðaltali 48 sekúndur að afgreiða hvern þessara rúmlega þúsund viðskiptavina við kassa. Við leggjum metnað okkar í að veita sem besta þjónustu. Starfsmenn Vínbúðar í Keflavík hafa ítrekað fengið þjónustu sem og viðurkenningu fyrir að veita viðskiptamönnum sínum góða þjónustu sem og viðurkenningar fyrir að ná rekstrarmarkmiðum þeim sem okkur hafa verið sett.“

Í enda tilkynningarinnar eru lesendur minntir á einkunnarorð fyrirtækisins sem eru: „Lifum, lærum og njótum.“

Myndin: Eyjólfur Eysteinsson, verslunarstjóri Vínbúðarinnar, ásamt Höskuldi Jónssyni, forstjóra Á.T.V.R. VF-myndin: Atli Már

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024