Ný vatnsleiðsla til Garðs
Verið er að ljúka við hönnun nýrrar vatnsleiðslu á milli Garðs og Sandgerðis. Með tilkomu hennar mun Garðurinn tengjast vatnsveitu sveitarfélaganna úr Gjánni á Reykjanesi.
Eftir að vatnsbólin á Nikkelsvæðinu menguðst af völdum varnarliðsins á sínum tíma var farið að taka vatn úr Gjánni en ný vatnsveita var byggð upp fyrir það fé sem Bandaríkjamenn greiddu í skaðabætur vegna mengunarinnar. Féð átti að tryggja ferskvatn til bæjarfélagnna í Keflavík, Sandgerði og Garði. Garður og Sandgerði hafa fengið vatn úr borholum þangað til fyrir nokkrum árum að leiðsla var lögð til Sandgerðis. Nú er röðin komin að Garði.
---
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Sveitarfélagið Garður.