Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný vatnsból í Vogum
Föstudagur 11. apríl 2008 kl. 12:11

Ný vatnsból í Vogum

Ný vatnsból voru tekin í notkun með viðhöfn í Vogum í gær. Vatnsból sveitarfélagsins voru færð þar sem þau lentu inni á miðbæjarskipulagi við breytt aðalskipulag. Ný dælustöð var sett upp og stofnlögn frá henni.

HS gerði samning við Stofnfisk í Vogum um aðgang að fjórum ferskvatnsbólum fyrirtækisins við Vogavík. Var uppsetningu dæluhússins og tengingum hagað þannig að einnig væri hægt að nýta dælur til dælingar ferskvatns til Stofnfisks eftir því sem afkastageta og nýting leyfir. Dælustöðin fullnægir vatnsþörf Voga en meðalnotkun er nú um6,5 l/s og hámarksnotkun um 20 l/s. Gert er ráð fyrir að árið 2016 verði meðalnotkun um 16 l/s. Heildarkostnaður við verkefnið nam rúmum 68 milljónum króna.
Er það mál manna að gæði vatnsins séu betri í nýju vatnsbólunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Mynd/elg: Fulltrúar ungu kynslóðarinnar í Vogum, þau Einar Sindri Einarsson og Sóley Ósk Hafsteinsdóttir, skrúfuðu frá krananum og hleyptu vatni á lögnina þegar nýja dælustöðin var formlega tekin í notkun í gær.