Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný umferðaröryggisáætlun í bígerð
Frá íbúafundinum.
Þriðjudagur 25. mars 2014 kl. 09:42

Ný umferðaröryggisáætlun í bígerð

- Íbúafundur í Grindavík.

Íbúafundur var haldinn um nýja umferðaröryggisáætlun í Kvikunni síðasta sunnudag. Fyrir fjórum árum var gerð umferðröryggisáætlun fyrir Grindavíkurbæ sem unnið hefur verið eftir með góðum árangri en grunnhugmyndirnar að t.d. malbikuðum stígum sem búið er að leggja bíða um bæinn undanfarin misseri komu frá þeim fundi.

Fyrir fjórum árum var stofnaður samráðshópur til að halda utan um umferðaröryggisáætlunina undir stjórn upplýsinga- og þróunarfulltrúa sem var verkefnisstjóri. Þar sátu fulltrúar:

    lögreglu
    Vegagerðar
    Skipulags- og bygginganefndar
    Sviðsstjóra tæknisviðs
    foreldrafélaga leikskóla og grunnskóla
    hafnarinnar
    Heilbrigðisstofununar Suðurnesja
    björgunarsveitarinnar
    íþróttahreyfingarinnar
    ökukennara
    tryggingafélaga

Haldinn var íbúafundur með svipuðu sniði og um helgina. Þá var unnið úr gögnum íbúafundarins og samráðshóps.

Forgangsraðað samkvæmt viðmiðum Umferðarstofu.
1. Grindavíkurvegur
2. Forgangsverkefni sem bæta umferðaröryggi þar sem slys eru mörg og slysatíðni há eða mikil slysahætta fyrir hendi
3. Verkefni sem eru skilvirk og skila strax árangri
4. Verkefni sem eru líkleg til að draga úr samfélagslegum kostnaði
5. Smærri verkefni sem eru þó mikilvæg fyrir íbúa sveitarfélagsins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nánari upplýsingar hér.