Ný túrbína keypt í Svartsengi
Hitaveita Suðurnesja (HS) undirritaði síðastliðinn fimmtudag samning við Fuji Electric í Japan um kaup á 30 MW túrbínu sem sett verður upp í Svartsengi. Nýja túrbínan verður svipaðrar gerðar og 30 MW túrbína sem gangsett var í Svartsengi í nóvember 1999. Hún mun nýta að hluta afgangsstrauma á staðnum, að því er fram kemur á heimasíðu HS. Gert er ráð fyrir gangsetningu hennar fyrir árslok 2007. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.
Búið er að ganga frá samningi um sölu á 15 MW af framleiðslu vélarinnar til Norðuráls en 15 MW verða væntanlega nýtt fyrir almennann markað. Með komu nýju vélarinnar eykst uppsett afl í Svartsengi úr 45 MW í 75 MW (auk 150 MW í varmaframleiðslu) og er þá uppsett afl fyrirtækisins í raforkuframleiðslu með Reykjanesvirkjun orðið 175 MW.
Búið er að ganga frá samningi um sölu á 15 MW af framleiðslu vélarinnar til Norðuráls en 15 MW verða væntanlega nýtt fyrir almennann markað. Með komu nýju vélarinnar eykst uppsett afl í Svartsengi úr 45 MW í 75 MW (auk 150 MW í varmaframleiðslu) og er þá uppsett afl fyrirtækisins í raforkuframleiðslu með Reykjanesvirkjun orðið 175 MW.