Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 26. apríl 2000 kl. 14:43

Ný þota og ný einkennisföt hjá Icelandair

Flugleiðir tóku í dagr á móti nýrri Boeing 757-200 þotu frá Boeing verksmiðjunum í Seattle. Þotan er sú níunda af þeirri gerð hjá Flugleiðum, en sú fyrsta, sem frá upphafi er gerð samkvæmt nýrri ímyndarstefnu félagsins - að utan sem innan. Flugvélin þó nokkuð fullkomnari en aðrar vélar félagsins, hvað varðar geymslurými, öryggisbúnað og þægindi, en flugleiðir eiga tvær Boeing 757-300 vélar í pöntun, sem hafa sams konar farþegarými og nýja þotan. Við komuna til Keflavíkurflugvallar gaf Hallgerður Gunnarsdóttir, eiginkona Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra, vélinni nafnið Leifur Eiríksson, en Flugleiðir munu framvegis gefa nýjum flugvélum flotans nöfn íslenskra landnámsmanna og landkönnuða. Eldri vélar félagsins munu þó halda dísanöfnunum, sem félagið tók fyrst upp árið 1989. Í gær voru einnig formlega tekin í notkun ný og glæsileg einkennisföt starfsfólks félagsins jafnt í flugi sem á jörðu niðri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024