Fréttir

Ný þjónustumiðstöð rís í Vogum
Laugardagur 2. febrúar 2019 kl. 06:00

Ný þjónustumiðstöð rís í Vogum

- dælubíll frá Brunavörnum Suðurnesja staðsettur í Vogum

Nú eru hafnar framkvæmdir við nýja þjónustumiðstöð Sveitarfélagsins Voga, sem mun rísa á lóðinni sem er næst bæjarskrifstofunum, í Iðndal 4. Um er að ræða myndarlegt stálgrindarhús, sem munn uppfylla þarfir umhverfisdeildar sveitarfélagsins með öllum þeim tólum, tækjum og búnaði sem þeirri starfsemi fylgir. Frá þessu er greint í pistli Ásgeirs Eiríkssonar, bæjarstjóra í Vogum.
 
Í hönnun þjónustumiðstöðvarinnar er gert ráð fyrir þvottastæði fyrir almenning, þar sem fólk getur loks þrifið bíla sína í sveitarfélaginu. Síðast en ekki síst verður sérrými afmarkað í húsinu, þar sem einn af dælubílum Brunavarna Suðurnesja verður framvegis staðsettur. Það styttir til muna útkallstíma slökkviliðsins í Vogum.
 
Áhugasamir geta haft samband við Jón Guðlaugsson slökkviliðsstjóra BS en netfang hans er [email protected].
Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024