Fréttir

Ný tenging Hafnavegar við Reykjanesbraut opnuð
Nýja vegtengingin við hringtorgið á Fitjum. VF-myndir: Hilmar Bragi
Föstudagur 14. september 2018 kl. 22:21

Ný tenging Hafnavegar við Reykjanesbraut opnuð

Ný tenging Hafnavegar við Reykjanesbraut var opnuð í dag. Tenging Hafnavegar er á nýjum stað, eða inn á hringtorg við Stekk, sem er um 400 m austan við vegamót Hafnavegar og Reykjanesbrautar, sem nú hefur verið lokað. ÍAV sá um framkvæmdir. Nýi vegurinn var malbikaður og merktur í þessari viku og opnaður í dag. Framkvæmdakaflinn er um 850 m langur.
 
Markmið framkvæmdarinnar er að auka umferðaröryggi vegfarenda sem leið eiga um Reykjanesbraut, með því að loka hættulegum T-gatnamótum og tengja nýjan vegkafla Hafnavegar inn á núverandi hringtorg á Reykjanesbraut, ásamt því að tryggja greiðari samgöngur á svæðinu og bæta tengingu við Hafnir. 
 



Public deli
Public deli