Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný strætóskýli skemmd
Miðvikudagur 29. ágúst 2007 kl. 10:58

Ný strætóskýli skemmd

Ný strætóskýli hafa verið sett upp á lífæðinni í Reykjanesbæ og á öðrum svæðum þar sem hægt er að koma því við.

Skýlin eru fengin af fyrrum varnarliðssvæði og leggja bæjaryfirvöld áherslu á að gera þau notaleg s.s. með lýsingu og góðu aðgengi.

Því miður hafa óprúttnir aðilar eyðilagt tvö skýli nú þegar og því beinir umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar þeirri ósk til foreldra og forráðamanna að ræða  mikilvægi góðrar umgengni heimafyrir.

Vonandi kunna notendur strætó að meta nýju strætóskýlin og sýna góða umgengni.

Vefsíða Reykjanesbæjar
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024