Ný stjórn Samfylkingarfélagsins í Grindavík
Ný stjórn Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans var kjörin á aðalfundi félagsins í vikunni. Formaður er Páll Valur Björnsson, Sigurður Kristmundsson varaformaður, Dóróthea Jónsdóttir gjaldkeri, Guðmundur Einarsson og Helga Kristjánsdóttir meðstjórnendur. Til vara: Páll Þorbjörnsson og Marta Sigurðardóttir.
Þá var eftirfarandi ályktun samþykkt á fundinum:
„Aðalfundi Samfylkingarfélags Grindavíkurlistans þykir miður að ríkisstjórnin hafi ekki staðið jafn tryggan vörð um hagsmuni heimilanna eins og lagt var upp með í byrjun kjörtímabils. Fundurinn vísar til bræðralagskröfu jafnaðarstefnunnar sem vísar til samstöðu manna og að í mannlegu samfélagi beri fólk byrðar og áhættu sameiginlega „og að þeir sem standi höllum fæti séu ekki einir og afskiptir," segir í ályktun fundarins.
Þá bendir fundurinn á að þetta sé eitt af grunngildum jafnaðarstefnunnar en inntak hennar er einnig trúin á að raunverulega sé unnt og æskilegt að breyta samfélaginu. Fundurinn hvetur ríkistjórnina til þess að hafa þessi gildi að leiðarljósi í öllum störfum sínum."