Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf.
Föstudagur 20. júlí 2007 kl. 10:15

Ný stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar ohf.

Ný stjórn var kjörin í Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. á hluthafafundi í gær. Í nýkjörinni stjórn FLE ohf. eru:

Jón Gunnarsson, formaður
Ellert Eiríksson, varaformaður
Magnea Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Rannveig Guðmundsdóttir, meðstjórnandi
Sigrún Jónsdóttir, meðstjórnandi.

Varastjórnarmenn eru Björk Guðjónsdóttir og Einar Örn Einarsson.

Jón Gunnarsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigrún Jónsdóttir og Einar Örn Einarsson hafa ekki áður setið í stjórn eða varastjórn FLE ohf. en Ellert Eiríksson, Magnea Guðmundsdóttir og Björk Guðjónsdóttir sátu í fráfarandi stjórn félagsins.

Flugstöð Leifs Eiríkssonar ohf. starfar samkvæmt sérstökum lögum um stofnun hlutafélags um rekstur fyrirtækisins frá árinu 2000. Félagið er í eigu ríkisins og utanríkisráðherra fer með hlut ríkisins í því.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024