Ný sprunga opnaðist í nótt
Ný sprunga opnaðist nú í nótt við norðurenda sprungunnar sem opnaðist í gærkvöldi. Hraun úr nýju sprungunni rennur í átt að Litla-Skógfelli, en virkni er áfram mest nyrst á eldri sprungunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
Aflögun á GPS mælum og áframhaldandi jarðskjálftavirkni norðan við eldri sprunguna eftir upphaf gossins bentu til þess að kvika væri þar enn að reyna að finna sér farveg í skorpunni.