Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný slökkvistöð: Framkvæmdaleyfis beðið
Sunnudagur 23. apríl 2006 kl. 13:43

Ný slökkvistöð: Framkvæmdaleyfis beðið

Stjón Brunavarna Suðurnesja leggur til að byggð verði ný slökkvistöð við Reykjanesbraut ofan Iðavalla. Stjórn BS hefur ályktað um málið þar sem segir að þessi staðsetning sé góður kostur fyrir svæðið allt. Sigurvin Guðfinnsson, formaður stjórnar BS, segir að beðið sé eftir framkvæmdaleyfi og boltinn sé því hjá eignaraðilum.

Í álkytunni er lagt til að í hönnunarferlinum verði hugað að breyttu starfsumhverfi slökkviliðanna á Suðurnesjasvæðinu öllu þannig að húsnæðið geti nýst fyrir og styrkt starfssemi slökkviliða heildrænt. Horfa menn þá til þess að slökkviliðin á svæðinu verði sameinuð og hefur t.d. slökkviliðið í Sandgerði lýst yfir áhuga fyrir því, að sögn Sigurvins.

„Með góðri tenginu inn á stofnbrautir verður viðbragðstími slökkviliðs- og sjúkrabíla sem bestur. Að aukast skapast góð tenging inn á varnar- og flugþjónustusvæðiº, segir í ályktun BS. Ennfremur segir að stjórn BS telji brýnt að hraða þessum framkvæmdum sem kostur er með tilliti til aðstæðna á svæðinu og brýnni þörf að bæta aðstöðu slökkviliðsins.

Hins vegar er boltinn en hjá eignaraðilum og fram hefur komið að starfsmenn BS afhentu fyrir skemmstu bréf þar sem þeir lýsa undrum sinni og vonbrigðum yfir þeim ágreiningi sem virðist vera á milli eignaraðila og tefur framgang málsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024