Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ný og bætt komuverslun í Fríhöfninni
Mánudagur 7. apríl 2008 kl. 09:41

Ný og bætt komuverslun í Fríhöfninni

Þessa dagana er verið að leggja lokahönd á framkvæmdir við nýja komuverslun Fríhafnarinnar sem opnuð verður formlega á fimmtudaginn.

Verslunin er hin glæsilegasta og er stærð hennar um 1550 fermetrar. Í þessum lokaáfanga stækkar verslunin um tæplega 600 fermetra en síðan breytingar á henni hófust í byrjun júní 2005 hefur verslunin stækkað um eittþúsund fermetra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nokkuð þröng hefur verið um farþega í versluninni. Árið 2005 þurfti að hleypa farþegum inn í „hollum“ ef fleiri en tvær flugvélar lentu á sama tíma. Síðan þá hefur oft verið þröngt um farþega í versluninni en núna verður úr því bætt með rúmbetri og skemmtilegri verslun. Mikið var lagt upp úr því að flæði í gegnum verslunina væri sem best. Gólfeiningar lágar til að viðskiptavinir hafi góða yfirsýn yfir verslunina og sjái í fljótu bragði hvar hver vöruflokkur er staðsettur. Einnig var mikil áhersla lögð á lýsingu í versluninni.

Vöruúrval hefur verið aukið til muna í nýrri og glæsilegri snyrtivörudeild auk þess sem athyglinni er beint að erlendu sælgæti og léttvíni á sérstökum svæðum í versluninni. Viðskiptavinir í komuverslun geta verslað raftæki og afþreyingarefni við komuna til landins líkt og verið hefur en ELKO og Skífan annast sölu á þeim vöruflokkum í versluninni.

Mynd/Oddgeir Karlsson: Úr nýrri komuverslun Fríhafnarinnar.