Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Fréttir

Ný matvöruverslun í húsnæði Félagsbíós?
Föstudagur 29. maí 2015 kl. 07:00

Ný matvöruverslun í húsnæði Félagsbíós?

Fyrirspurn um rekstrarleyfi verslunar barst Reykjanesbæ.

Fyrirspurn barst Umhverfis- og skipulagsráði Reykjanesbæjar á dögunum frá Fasteignasölunni Stakfelli um hvort leyfður yrði rekstur matvöruverslunar í húsnæðinu að Túngötu 1 í Reykjanesbæ. Þar var Félagsbíó rekið um langt skeið og verslanirnar Nóatún og Kostur voru einnig starfræktar þar. 

Í umsögn í fundargerð þar sem málið var tekið fyrir segir að samkvæmt deiliskipulagi sé um að ræða miðbæjarsvæði og áður hafi verið matvöruverslun í húsnæðinu svo að Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið. Fasteignasalan Stakfell varðist frétta um málið en Víkurfréttir vita þó til þess að fyrir liggur kauptilboð í húseignina hjá Landsbankanum.

Public deli
Public deli