Ný markaðs- og atvinnumálanefnd tekin til starfa
Ný markaðs- og atvinnumálanefnd hefur tekið til starfa í Garði. Tilgangur hennar er að vera ráðgefandi í málum sem varða starfssvið nefndarinnar og stuðla að eflingu atvinnulífs í Garði. Þá er henni ætlað að tryggja byggingarlóðir fyrir atvinnurekstur, stuðla að bættu starfsumhverfi fyrirtækja í Garði, markaðssetja Garðinn og stuðla að komu nýrra fyrirtækja í sveitarfélagið. Einnig er henni ætlað að bregðast við atvinnuleysi með almennri eflingu atvinnulífs, markaðssetja sérstöðu Garðs fyrir ferðamenn og fleira.
Fyrsta verkefni nefndarinnar var að heimsækja fyrirtækin í Garðinum og ræða við eigendur um stöðuna í dag og ný tækifæri.