Ný heimasíða fyrir Vatnsleysuströnd opnuð í dag
Klukkan 14.00 í dag opnaði Jóhanna Reynisdóttir, sveitastjóri Vatnsleysustrandahrepps, nýja og endurbætta heimasíðu fyrir sveitafélagið. Fyrirtækið Hugvit hannaði síðuna og hefur unnið að gerð hennar síðan í haust, töluvert var notað úr gömlu síðunni en einnig er að finna nýjungar á henni. Fyrst ber að nefna að Vatnsleysustrandahreppur hefur gert samning við form.is um norkun rafrænna eyðublaða fyrir hreppinn, þetta þýðir að íbúarnir geta farið inn á heimasíðuna og sótt um leikskólapláss og ýmislegt annað sem boðið er upp á. Jóhanna segir þetta vera mikinn tímasparnað fyrir íbúa Vatnsleysustrandahrepps sem og fyrir hreppinn sjálfann, eins sé þetta umhverfisvæn aðferð því pappírssparnaður er í því að nálgast umsóknareyðublöð rafrænt. „Ég vænti þess að íbúar hreppsins nýti sér heimasíðuna í auknu mæli, skoði hvað er að gerast í sveitafélaginu og eins vona ég að fólk notfæri sér umsóknareyðublöðun frá form.is því það auðveldar alla vinnu við umsóknirnar", sagði Jóhanna eftir að hún hafði opnað hinn nýju og glæsilegu heimasíðu hreppsins.
Jón Ingi Baldvinsson, aðstoðarskólastjóri Stóru-Vogaskóla, hefur verið ráðinn til að uppfæra vefinn og setja nýjar upplýsingar inn eftir því sem þær berast. Slóð heimasíðunnar er www.vogar.is