NÝ FRÉTT: Eldur í húsi við golfskálann á Strönd
Eldur kom upp í húsnæði við golfskálann á Kálfatjarnarvelli á Vatnsleysuströnd. Slökkviliðið kom nýlega á vettvang og vinnur nú að því að slökkva eldinn sem kemur að mestu úr þaki geymsluhúsnæðis við golfskálann.
Ekki er vitað um eldsupptök að svo stöddu en slökkviliðsmenn Brunavarna Suðurnesja standa í ströngu sem stendur.
VF-símamynd/Hilmar Bragi.